1. Hvað er ProLon®?
ProLon® er fyrsta mataræðið sem líkist föstu (FMD™) sem er þróað til þú getir notið föstuáhrifa með því að gera föstu tímabilið öruggara og ánægjulegra. ProLon® inniheldur súpur, stangir, hrökkbrauð, ólífur, drykki og bætiefni úr jurtaafurðum sem er hæfilegt fyrir fimm daga matarprógramm og inniheldur u.þ.b. 750 til 1100 hitaeiningar á dag. Mataræðið er byggt á nýlegri rannsókn sem var framkvæmd af tveimur af helstu miðstöðum heims í líftækni og langlífi rannsóknum og eru staðsettar í Háskólanum í Suður Kaliforníu (USC); Longevity Institute og Diabetes and Obesity Research Institute. Búið er að vísindalega hanna og klínískt prófa þetta byltingarkennda matarprógramm til að herma eftir áhrifum föstu á meðan að þú færð hæfilegt magn af daglegri næringu og líður vel á meðan á föstunni stendur.
2. Hver ætti að fylgja ProLon mataræðinu?
ProLon er fyrir alla þá sem vilja bæta heilsu sína. Í klínískum rannsóknum sýndi ProLon® jákvæð áhrif á mismunandi þætti: Það dregur úr iðrafitu en eykur vöðvamassa – BMI stuðullinn hækkar, minnkar fastan glúkósa, dregur úr CRP bráðafasa próteinum (merki um bólgur) og dregur úr IGF-1 (í tengslum við erfðatengda dánartíðni og öldrun).
3. Hvað þýðir mataræði sem líkist föstu (FMD)?
Mataræði sem líkist föstu (FMD™) er næringarríkt, prótein- og kolvetnasnautt mataræði sem hefur klínískt sannað jákvæðar breytingar á mörgum líkamlegum einkennum tengdum öldrun, slæmri heilsu og bólgum. (Sjá spurningu 2).
4. Hvernig á að neyta ProLon mataræðisins?
Fylgja skal mataræðinu í fimm daga í röð eftir það mun þátttakandinn eiga einn aðlögunardag (skiptidag) og byrja síðan að borða venjulega. Hver kassi inniheldur leiðbeiningar og sérstaka samsetningu af mat fyrir hvern dag, frá morgunmat, hádegismat og kvöldmat yfir í snarl. Matarins skal neyta á þeim dögum sem þeir eru merktir. En ef þú missir úr máltíð þá skaltu neyta hennar á þeim degi sem hún er skilgreind á bara á öðrum tíma þá. Þú átt ekki að neyta máltíðar sem þú hefur misst úr á öðrum degi en skilgreindum degi. Þú getur tekið 5 daga matarkúrinn eins oft og heilbirgðisstarfsmaður mælir til um.
5. Hveru mikið léttist maður og munu kílóin bætast aftur á mann?
Það er mismunandi hversu mikið einstaklingar léttast. Heilbrigðisstarfsmaður getur frætt þig um þetta í ráðgjöfinni og hjálpað þér að ná markmiðum þínum.
6.Getur ProLon verið notað af sjúklingum með langvarandi veikindi eða sjúkdóma?
Það fer eftir veikindunum eða sjúkdómnum, sjúkrasögu og núverandi lyfjum hvort þau fari saman með ProLon® mataræðinu. Hins vegar er ekki hægt að skrifa upp á ProLon® mataræðið til að koma í veg fyrir eða meðhöndla sjúkdóma. Hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann sem þekkir til um sjúkdóminn eða veikindin til að fara yfir ProLon® matarprógrammið.
7. Ætti maður að hætta að taka vítamín og bætiefni á meðan á Prolon mataræðinu stendur?
Þar sem mataræðisprógramm ProLon® er hannað með það í huga að veita öll þau bætiefni og næringu sem þörf er á ættir þú ekki að taka inn önnur fjölvítamín eða bætiefni á meðan á mataræðinu stendur hins vegar geturðu einnig spurt heilsufarsráðgjafann þinn.
8. Hversu margar ProLon meðferðarlotur má mæla með fyrir sjúklinga á eins árs tímabili?
Þetta fer eftir sjúklingnum og heilsufarsmælingum hans, mati þar sem við á og tilmæli heilbrigðisstarfsfólks. Fyrir meirihluta tiltölulega heilbrigða einstaklinga er 3 til 4 sinnum á ári nóg. Hins vegar getur heilbrigðisstarfsmaður ákveðið að mæla með 6-12 ProLon® lotum á ári fyrir einstaklinga með fjölda líffræðieinkenna sem tengjast öldrun, kólesteróli, IGF-1, CRP, blóðþrýstingi, kviðfitu o.s.frv. Hægt er að mæla með prógramminu á 15 daga fresti fyrir sjúklinga sem eru í mikilli áhættu.
9. Þegar sjúklingur hefur ProLon lotu má hann skipta dögunum niður?
Ekki er mælt með að skipta dögunum niður þar sem það hefur sýnt sig að mestur árangur næst ef mataræðinu er fylgt í 5 daga í röð.
10. Er mælt með ákveðnu mataræði á aðlögunardegi að loknu ProLon® mataræðinu?
Á degi 6, þegar að ProLon® mataræðinu lýkur, ættu notendur að forðast að borða mikið heldur hefja aftur venjulegt mataræði hægt og rólega. Þeir eiga að byrja á fljótandi fæði eins og súpum og ávaxtasöfum, svo léttar máltíðir eins og hrísgrjón, pasta og litlir skammtar af kjöti, fiski og/eða grænmeti. Þú getur neytt venjulegs mataræðis á degi 7 eða 24 tímum eftir að þú hefur klárað ProLon® mataræðið.
11. Eru til vísindaleg gögn sem sanna að með ProLon mataræðinu getur sjúklingurinn náð föstuástandi?
Niðurstöður úr klínískum rannsóknum ProLon® sýndu mjög svipaðar niðurstöður og föstun. Hins vegar er ProLon® öruggara og veitir lífsnauðsynlega næringu á meðan á 5 daga mataræðinu stendur.
12. Eru til vísindaleg gögn sem styðja innihald og framsetningu ProLon?
Sérsniðna mataræðið er byggt á áratuga vísindarannsóknum, þar á meðal forklínískum og klínískum rannsóknum, og inniheldur tiltekna afurðir sem voru settar saman til að líkja eftir föstu en hámarka næringu.
13. Eru öll efnin í mataræðinu lífræn?
Matarplanið inniheldur einhverjar vörur sem eru gerðar úr lífrænum afurðum en þau eru ekki lífrænt vottuð. Vörurnar okkar eru allar unnar úr jurtaafurðir og eru glútenfríar.
14. Hvaða matar getur maður neytt á meðan á ProLon mataræðinu stendur?
Þar sem ProLon® mataræðisprógrammið veitir þér alla nauðsynlega næringu á þessum 5 dögum, en gefur þér á sama tíma líka kraftmikla sjálfsvakningu og endurnýjun, ættir þú ekki að neyta neins annars matar né drykkjar (nema vatn og koffínlaust te) á meðan þú ert á ProLon® mataræðinu til að takmarka ekki árangurinn.
15. Ef maður þarf auka hitaeiningar yfir daginn, hvað má maður borða?
Þú ættir ekki að borða neitt auka á meðan á ProLon® mataræðinu stendur. Þar sem mataræðið inniheldur fáar hitaeiningar getur þú fundið fyrir máttleysi og jafnvel svima þar sem líkaminn er að aðlagast, aðallega á degi 2. Þetta er eðlilegt. Vanalega minnkar þetta á degi 3 en hins vegar geturðu, ef einkennin eru slæm, drukkið ávaxtasafa og hringt í lækninn þinn eða 112 í neyðartilfellum. Heilsufarssérfræðingurinn þinn ætti svo að meta hvort þú getir haldið áfram á mataræðinu. Orkudrykkurinn sem er í matarkassanum og þú getur drukkið allan daginn veitir bæði næringu á meðan á mataræðinu stendur en getur líka verið hjálplegur í þessu ástandi.
16. Hvað geta sjúklingar gert ef þeir verða ofsalega svangir á meðan á þessum 5 dögum stendur?
Þar sem ProLon® mataræðið er hitaeiningasnautt getur hungurástand orðið á þessu 5 daga tímabili. Flestir þeir sem voru í klínísku tilraunaprófunum fundu einungis fyrir lágmarks hungri í ákveðinn tíma. Þegar hungur steðjar að þá gæti manni langað að fá sér hitaeiningasnautt snarl eins og epli. En mundu bara að þetta eru einungis 5 dagar. Að vera svangur er mjög eðlilegt ef maður er vanur að borða mikið af hitaeiningum. Fólk segir að hungrið minnki á degi 3 eða 4.
17. Má ég drekka kaffi á meðan ég er á ProLon mataræði?
Þar sem kaffi getur truflað jákvæð áhrif mataræðisins er ekki mælt með að þú drekkir kaffi á meðan á ProLon® mataræðinu stendur. Þeir sem geta hins vegar ekki lifað af án kaffis ættu að halda sig þá við einn kaffibolla á dag.
18. Get ég drukkið annað te á meðan á ProLon® stendur?
Það eru mismunandi bragðtegundir af tei í mataræðinu. Þótt ekki sé mælt með því að neyta annarra tegunda af tei þá geturðu skipt því út ef þú vilt en veldu þá te án koffíns eða aukefna og drekktu þau án sykurs og mjólk. ProLon® tein eru valin vegna tiltekinna eiginleika og hafa þau verið klínískt prófuð.
19. Ef ég borða ekki allan matinn í pakkanum þessa 5 daga, er það í lagi?
Já, hins vegar er mataræðið klínískt prófað og ætti maður að reyna eftir megni að fylgja prógramminu til að draga úr líkum á vannæringu og öðrum áhættuþáttum.
20. Hvað ef ég missi úr máltíð. Má ég borða hana síðar sama dag?
Já ef þú missir úr máltíð þá geturðu borðað hana síðar um daginn, en þú skalt ekki borða þá máltíð á öðrum degi en tilskildum degi.
21.Ef ég borða ekki einhvern mat á tilskildum degi get ég borðað hann næsta dag?
Við mælum ekki með því. Matinn skal einungis neyta á tilskildum dögum. Hins vegar ef sjúklingurinn er vankaður, svimar eða er með aðrar aukaverkanir getur hann borðað afganga af mataræðismatnum í stað þess að borða annan mat. Athugið: ProLon® mataræðinu fylgir ekkert auka í matarkassanum.
22. Er hægt að hætta mataræðinu á degi 4?
Klínísku rannsóknirnar sýndu fram á að jákvæðu áhrifin sem fást af ProLon® mataræðisprógramminu krefjast 5 daga í röð. Þess vegna ættir þú að klára alla 5 dagana.
23. Hvað ef ég neyti annars matar en þess sem er í ProLon mataræðinu einn dag vegna t.d. félagslegra aðstæðna?
Mataræðið er byggt á sérstakri næringu sem hefur verið vísindalega rannsökuð. Þess vegna er það mikilvægt að fylgja mataræðinu nákvæmlega. Hins vegar ef það gerist einu sinni þá skaltu ekki hafa áhyggjur heldur halda áfram á ProLon® mataræðinu það sem eftir er af 5 dögunum.
24. Hvaða val hefur maður ef manni líkar ekki við eitthvað af ProLon matnum?
Það fer eftir matnum. T.d. ef þér finnst súpan ekki góð þá geturðu bætt í hana smá af límónu/sítrónu og kryddjurtum. Ef þér finnst teið ekki gott geturðu fengið þér annað te en það þarf að vera koffínlaust, sykurlaust og helst ekki með neinum litarefnum eða rotvarnarefnum.
25. Get ég bætt við ferskum jurtum í súpuna?
Já það er í lagi að bæta smá kryddjurtum og sítrónu í súpuna til að bragðbæta hana. Athugaðu að mataræðið er sérstaklega hannað til að veita ákveðið magn af næringu og hitaeiningum.
26. Hvað er DHA?
DHA eru sérstakar omega-3 fitusýrur. DHA er nauðsynlegt fyrir almenna heilastarfsemi.
27. Til hvers eru orkudrykkirnir?
Orkudrykkirnir eru sérstaklega hannaðir til að veita næringarstuðning byggðan á grænmeti á meðan á mataræðinu stendur.
28. Úr hverju er orkudrykkurinn gerður?
Orkudrykkurinn er gerður úr vatni og glýseról úr jurtum. Þessi samsetning er byggð á áralöngum rannsóknum til að hámarka öryggi og næringu án þess að takmarka jákvæð áhrif mataræðisins.
29. Hvað í matnum dregur úr öldrun?
ProLon® er fyrsta og eina lotutengda mataræðið sem líkist föstu sem er vísindalega þróað og klínískt prófað til að kalla fram föstuáhrif sem hámarkar heilbrigð efnaskipti og dregur úr áhættuþáttum tengdum öldrun. Endurnýjunaráhrifin eru aðalástæðan fyrir því ProLon® notendur missa fitu fljótt á meðan þeir halda þó líkamsmasanum (vöðvar og bein).
30. Get ég fylgt þessu mataræði ef ég er með ofnæmi eða er með glúten- eða mjólkuróþol?
ProLon® mataræðisprógrammið inniheldur ekki mjólkurafurðir og er glútenlaust, svo að fólk með laktósaóþol eða er með kviðarholssjúkdóma getur fylgt mataræðinu. Þeir sem eru með matarofnæmi fyrir t.d. hnetum, sojavörum, tómötum eða ofnæmi fyrir öðrum efnum sem eru í vörunum ættu ekki að neyta ProLon® eða bíða þar til að útgáfur af ProLon® sem innihalda ekki næringarefnin sem þeir eru með ofnæmi fyrir hafa verið framleiddar.
31. Hver er „heilsusamlega“ eða „venjulega“ daglega hitaeininganeyslan sem mælt er með?
Við mælum með að þú ráðfærir þig við lækninn þinn varðandi áframhaldandi mataræði. Læknirinn getur farið yfir matardagbók þína og gefið þér viðeigandi ráðgjöf um hvernig þú eigir að halda áfram allt eftir hæð þinni, þyngd og aldri. Á meðan á 5 daga ProLon® mataræðinu stendur ertu að neyta um 1100 hitaeiningar á degi 1 og 750 hitaeiningar á degi 2-5.
32. Hvað kostar ProLon mataræðisprógrammið?
ProLon® fæst á £225 eða 3 kassar á £600. Einn kassi inniheldur allt það sem þú þarft til að ljúka öllum 5 dögunum af mataræðinu sem líkist föstu (FMD)